Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Miðvikudaginn 15. júlí 2009, kl. 20:49:18 (3515)


137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:49]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja í þessu stutta andsvari mínu að segja hvað ég dáist að þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem hafa lýst því yfir að þeir ætli að styðja það að þjóðin fái að segja sinn hug. Það er nefnilega nákvæmlega í takt við það sem sá ágæti flokkur sagði í sinni kosningabaráttu. Það er nákvæmlega í takt við það að þjóðin fái að segja sinn hug. Það er nefnilega þannig að 76,3% þjóðarinnar, samkvæmt könnun sem ég er hér með í höndum frá 28. maí, vilja fá að segja álit sitt á því hvort fara eigi í þessar aðildarviðræður og við því tel ég að Borgarahreyfingin eða þessir þrír þingmenn séu að bregðast og tek ég ofan fyrir þeim fyrir það.

Mig langar að spyrja hv. þingmann af því að hann hefur reynslu úr heilbrigðisgeiranum. Nú hefur hæstv. heilbrigðisráðherra lýst því yfir að honum þyki nú ekki mikið að setja milljarð í ESB-umsókn. Hvað fær maður fyrir milljarð til dæmis í heilbrigðisþjónustu?