Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 12:22:39 (3560)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:22]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Forseti. Eina leiðin til að fá svar við þeirri spurningu hvort aðild að Evrópusambandinu sé til hagsbóta fyrir land og þjóð er að sækja um aðild og í framhaldinu að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til samnings. Ef við förum leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu mun fyrri atkvæðagreiðslan snúast um kosti og galla aðilar fyrir Ísland án þess að sú umræða hafi nokkurt innihald.

Forseti. Sú atkvæðagreiðsla mun snúast um upphrópanir, grýlur, einfaldanir og hártoganir. Þess vegna segi ég nei.