Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 12:33:33 (3569)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:33]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Þessi tillaga er í anda stefnumörkunar VG. Hún er í anda lýðræðisáherslna flokksins um að þjóðin skuli spurð í veigamiklum málum. Hún er í samræmi við fyrirheit mín í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Hún er í samræmi við skýra, opinskáa og gegnsæja fyrirvara mína við stjórnarmyndunarviðræður. Hún er í samræmi við einbeitta afstöðu mína sem lá fyrir löngu áður en þessi tillaga var flutt og hún er í samræmi við það að við vitum nákvæmlega að hverju við göngum um samningsskilmála rétt eins og nýjar þjóðir í Evrópusambandinu. Ég segi já.