Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 12:38:36 (3574)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:38]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Ég segi já vegna þess að þetta er ekki tillaga um að kaupa óskoðað hús. Þetta er ekki tillaga um að leggja í hendur þjóðarinnar spurningu sem er stærri eða meiri en þingmenn treysta sér til að greiða atkvæði um í dag. Þetta er tillaga sem er tilkomin vegna þess að í landinu er ekki ríkisstjórn sem er einhuga í þessu máli. Þetta er tillaga sem er tilkomin vegna þess að eftir kosningarnar í vor var ljóst að það var ekki kosið um að leggja af stað í þessa vegferð. Þetta er tillaga sem er tilkomin vegna þess að engin samstaða náðist á þinginu um það hvernig með þetta mál ætti að fara, hvorki um formsatriði né efnisatriði. Þeir sem greiða atkvæði gegn þessu máli hljóta að eiga erfitt með að finna nokkurt það annað mál sem tilefni er til að senda í þjóðaratkvæðagreiðslu í framtíðinni. Ég segi já.