Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 12:48:12 (3580)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:48]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við getum deilt um ýmislegt í tengslum við Evrópumálin. En ég held að það sé algjörlega útilokað að menn geti deilt um það að þjóðin eigi að eiga síðasta orðið. Út á það gengur þessi tillaga. Og ef einhver greiðir atkvæði gegn þessari tillögu skal hinn sami aldrei koma fram og segja að hann treysti þjóðinni. Hann skal bara aldrei gera það.

Það er mjög einfalt, virðulegi forseti, það þarf að varla að taka það fram, að sjálfsögðu segi ég já.