Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 13:00:34 (3590)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:00]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Í þessum umræðum hefur verið valtað yfir þingið og nú á að valta yfir þjóðina líka verði þessi tillaga ekki samþykkt. Þjóðin verður að hafa síðasta orðið í þessu máli og sú atkvæðagreiðsla sem fer fram verður að vera bindandi, annars má tala um að þetta verði skoðanakönnun á meðal þjóðarinnar sem stjórnvöld verða ekki bundin af og þurfa einungis að hafa til leiðbeiningar. Við höfum séð hvernig þessi ríkisstjórn vinnur. Ég treysti ríkisstjórninni ekki verði hún við völd þegar að þessum örlagaríka degi kemur, treysti ekki að farið verði að vilja þjóðarinnar í skoðanakönnun sem er ekki bindandi. Ég segi já.