Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 13:15:04 (3601)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:15]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Ég hefði svo sannarlega kosið að hér hefði ríkt breiðari samstaða um jafnmikilvægt mál. Ég ætla líka að leyfa mér að treysta því að við lokameðferð málsins hafi þjóðin ein úrslitavald.

Frú forseti. Ég styð ekki þessa ríkisstjórn og mun aldrei styðja hana, en ég stend við mína skoðun, við skoðun mína og við mína sannfæringu og er trú sjálfri mér og ég segi já. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)