Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 13:15:57 (3602)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:15]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Frú forseti. Hér er stigið skref inn í nýja framtíð, skref sem sumum finnst ómögulegt að stíga. En ómögulegt er bara orð sem notað er af fólki sem vill lifa í veröldinni eins og hún er frekar en að kanna til hins ýtrasta möguleika sína á því að breyta henni. „Það er ómögulegt“ er ekki staðreynd, það er skoðun. „Það er ómögulegt“ er ekki yfirlýsing, það er áskorun. Ómögulegt er tímabundið ástand, ómögulegt er mögulegt, ómögulegt er ekkert, ekkert er ómögulegt.

Nú lýkur honum, þessum lengsta vetri í íslenskri stjórnmálasögu og nýr kafli hefst í sögu Íslands og þótt fyrr hefði verið. Virðulegi forseti. Ég segi já.