Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 13:26:40 (3612)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:26]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við erum að taka hér ákvörðun um hvort við eigum að stíga mjög mikilvægt skref í átt til þess að verða hluti af hinu merkilega starfi sem Evrópuþjóðir hafa átt með sér nú í rúma hálfa öld. Fram undan eru strangar og erfiðar samningaviðræður þar sem við þurfum á öllu okkar besta fólki að halda, við þurfum að halda vel á spöðunum þannig að samningurinn sem komið verður með heim og lagður verður í dóm þjóðarinnar verði á þann veg að við getum öll verið jafnglöð og ég í dag. Ég segi já. (Gripið fram í: Er það Icesave-samninganefndin sem á að fara …?)