Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 13:28:19 (3614)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:28]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Þetta mál snýst um aðildarviðræður við ESB, þetta snýst ekki um inngöngu í Evrópusambandið. Mín skoðun er sú, og hefur verið, að við Íslendingar eigum að fara í aðildarviðræður við ESB en að það skref verði að vera tekið í sátt við þjóðina og með þjóðinni, ekki síst þegar við horfum hér upp á klofna, ráðvillta og óbilgjarna ríkisstjórn. Þjóðin vill vera með í ráðum um ESB, hún vill að á hana sé hlustað í þessu máli og hún vill vissu fyrir því að hún hafi síðasta orðið. Það hefur sérstaklega strandað á vilja ríkisstjórnarinnar að teygja sig eftir breiðari samstöðu akkúrat í því efni. Þótt málið hafi allt batnað mjög í meðförum utanríkismálanefndar er það engu síður þannig að leið Samfylkingar og Vinstri grænna tryggir ekki að þjóðin hafi raunverulegt lokaorð í þessu máli. Ég greiði því ekki atkvæði í þessari tillögu.