Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 13:32:27 (3617)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:32]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Við skulum vona að þessi fundur verði ekki upphafið að árinu 1262 í Íslandssögunni. Í síðasta hefti bókmennta- og listatímaritsins Stínu segir Guðbergur Bergsson orð sem falla að minni skoðun í málinu. Með leyfi forseta, segir Guðbergur:

„Ó hvað við erum viðkvæm fyrir því litla sem sagt er um okkur í útlöndum til hróss eða lasts, svo smá í sniðum að allt er tekið hátíðlega. Eftir fallið mikla er þetta furðulegt enda vitað að hrunið hefur stærra í veröldinni en íslenskir bankar úr hendi góðra drengja. Breska heimsveldið féll, það spænska, franska og gleymum ekki fjármálakerfinu þýska fyrir tíma nasista. Skop í bandarískum blöðum verður vandræðalegt þegar haft er í huga að herveldið USA hefur tapað í öllum heiminum frelsisstríðum sínum og húkir nú á heljarþröm.“

Í lokin segir Guðbergur, með leyfi forseta:

„Látið ekki minnimáttarkenndina sem leysir mikilmennskuna af hólmi reka ykkur í Evrópuréttina. Þar verðið þið troðin undir eins og riðufé í (Forseti hringir.) jötu og soðin í mauk. Skárra er að japla á myglaða moðinu heima en hafna í kæfubelgnum Brussel.“

Ég berst fyrir Ísland fram í rauðan dauðann til síðasta blóðdropa og segi nei.