Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 13:46:53 (3628)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:46]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það geta verið og eru málefnaleg rök fyrir því að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið en það er ekki sama hvernig það er gert og það má svo sannarlega gagnrýna núverandi ríkisstjórn fyrir það hvernig á málum hefur verið haldið og það hefur verið gert hér. Reyndar er það svo að núverandi ríkisstjórn er búin að sýna að hún er í rauninni ekki annað en nakið valdabandalag.

Ég tel hins vegar að steininn hafi tekið úr þegar í sölum þingsins var felld tillaga um að þjóðin mundi taka ákvörðun um það hvort Ísland gengi í Evrópusambandið eða ekki en það gerði stjórnarmeirihlutinn. Það gerir það að verkum að ekki er hægt að gera neitt annað en greiða atkvæði gegn þessari tillögu. Ég segi nei.