Ummæli þingmanns í umræðu um störf þingsins

Föstudaginn 24. júlí 2009, kl. 11:01:34 (3795)


137. löggjafarþing — 47. fundur,  24. júlí 2009.

ummæli þingmanns í umræðu um störf þingsins.

[11:01]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég skildi þögn hæstv. forseta svo að mér hefði ekki verið gefinn kostur á að bera af mér sakir en hérna var borið á mig ábyrgðarleysi í þessu máli. (Gripið fram í: Ha?) Ég tel að það séu sakir sem ég hefði átt að eiga kost á að bera af mér. (Gripið fram í: Þetta er grín.) Ég var nafngreindur í ræðu hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar sérstaklega og ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður (Forseti hringir.) telur það ekki ábyrgð …

(Forseti (RR): Forseti biður hv. þingmann að ræða fundarstjórn forseta undir þessum lið.)

Hæstv. forseti verður að átta sig á því að ég var að ræða fundarstjórn forseta í því sambandi að ég var að útskýra hvers vegna ég hefði þurft að bera af mér sakir. Það er auðvitað forsenda þess að ég gerði athugasemd við fundarstjórn forseta, að þingmönnum væri ekki gefin mínúta til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi fundarstjórn forseta ef þeir gætu ekki útskýrt hvers vegna þeir gera athugasemd við fundarstjórn forseta. Ég ítreka bara það sem ég hef áður sagt að ég mótmæli þeirri nýju túlkun á ákvæði þingskapa (Forseti hringir.) um fundarstjórn forseta sem mér hefur virst koma fram hjá forsetum að undanförnu. (Gripið fram í.)