Kosningar til sveitarstjórna

Föstudaginn 24. júlí 2009, kl. 15:17:21 (3830)


137. löggjafarþing — 47. fundur,  24. júlí 2009.

kosningar til sveitarstjórna.

149. mál
[15:17]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að fara að þrasa við hv. þingmann um það hvort hér sé um prófkjör að ræða eða ekki. Hér er auðsjáanlega um kosningu að ræða og í frumvarpinu er gert ráð fyrir að, við skulum segja að það séu fimm sveitarstjórnarmenn og þá má bjóða fram lista með fimm nöfnum. Auðvitað geta innan einhvers flokks verið tíu manns sem vilja gjarnan komast á þann lista þannig að náttúrlega þurfa flokkarnir einhvern veginn að velja þá sem verða í framboði. Síðan er það kjósandans að velja hverjir af þeim ná kjöri. Ég tel nú að þetta séu deilur um keisarans skegg.

Ég er hins vegar alveg sammála hv. þingmanni Vigdísi Hauksdóttur, við erum mjög sammála í því að vilja láta þetta ganga þvert á lista og get ég tekið vel undir það.