Bankasýsla ríkisins

Föstudaginn 24. júlí 2009, kl. 16:03:05 (3837)


137. löggjafarþing — 47. fundur,  24. júlí 2009.

Bankasýsla ríkisins.

124. mál
[16:03]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Bankasýslu ríkisins. Við í minni hlutanum höfum gert verulegar athugasemdir við þetta frumvarp og höfum farið fram á að það verði tekið til nefndar milli umræðna og hefur meiri hlutinn orðið við því. Þrátt fyrir að breytingartillögur meiri hlutans séu margar hverjar til bóta mun ég ekki greiða atkvæði en sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og bíða með að taka afstöðu til frumvarpsins í heild þar til vinnu nefndarinnar er lokið. Ég mun hins vegar að sjálfsögðu greiða atkvæði með þeirri breytingartillögu sem við í minni hlutanum leggjum til.