Bankasýsla ríkisins

Þriðjudaginn 11. ágúst 2009, kl. 18:17:37 (3930)


137. löggjafarþing — 49. fundur,  11. ág. 2009.

Bankasýsla ríkisins.

124. mál
[18:17]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum hér að greiða atkvæði um Bankasýsluna sem með réttu ætti að heita, miðað við þær breytingar sem orðið hafa, Landsbankasýsla Íslands því að forsendur hafa algjörlega gjörbreyst frá því að þetta frumvarp var fyrst lagt fram. Það er athyglisvert að ríkisstjórnarflokkarnir eru hér að keyra í gegn enn eitt félagið sem ekki er þörf fyrir. Annað er uppi í hillu hjá hæstv. fjármálaráðherra, eignaumsýslan, og þetta fer væntanlega við hliðina, og þetta félag mun kosta 100 millj. kr. á ári að lágmarki. (Gripið fram í.)

Virðulegi forseti. Ég vil að menn muni það þegar við förum í fjárlagagerðina, þá erfiðu vinnu, að þetta er forgangur ríkisstjórnarinnar, 100 milljónir fyrir skattgreiðendur fyrir stofnun sem við höfum ekki þörf fyrir.