Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 10:41:16 (4137)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:41]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég er ekki á þeirri skoðun sem hv. þingmaður hélt hér fram. Ég vitna enn og aftur til þeirra breytingartillagna sem meiri hluti fjárlaganefndar hefur sett fram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst yfir stuðningi við að þar er skrifað inn í textann að fyrirvararnir sem settir verði við ríkisábyrgðinni séu óaðskiljanlegur hluti ríkisábyrgðarinnar. (Gripið fram í.) Þar af leiðandi lít ég svo á að það sé sjálfstætt úrlausnarefni Breta og Hollendinga hvort þeir meti þá tryggingu gilda, sem þeir ekki fá að því gefnu að þessar breytingartillögur verði samþykktar.