Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 10:45:48 (4141)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:45]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hafði svarið ekki alveg fullkomlega rétt. Ég skýt á að þessir ágætu heiðursmenn hafi verið og séu samfylkingarmenn, fylgi þeim flokki að málum. (PHB: Voru þeir í ríkisstjórn?) Ég vona að ég botni þetta þar með. Þeir voru í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og í sameiningu bera þeir ábyrgð á þessu máli öllu saman eins og raunar allir stjórnmálaflokkar á Alþingi, hver með sínum hætti, nema Borgarahreyfingin. Svo að það liggi hér fyrir tengjast allir flokkar á Alþingi, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri grænir, þessu máli með þeim hætti að þeir bera ábyrgð með Samfylkingunni á þeim samningum og þeirri ósk um ríkisábyrgð sem nú liggur fyrir Alþingi. (Gripið fram í.)