Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 14:13:57 (4189)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[14:13]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Samanber það sem hér kom fram er að sjálfsögðu ekkert í hendi með hvernig Bretar og Hollendingar bregðast við. Við vitum hins vegar að þeir fylgjast mjög vel með málinu og þeir eru mjög vel upplýstir um það sem hér hefur verið á dagskrá. Breytingartillögurnar hafa t.d. verið þýddar, þær eru í þeirra höndum og þeir eru að skoða þær.

Ég held þvert á móti að ef menn telja að nú þegar ættu að liggja fyrir formleg viðbrögð frá þeim skuli menn hugleiða hvaða staða hefði þá komið upp. Þá hefði Alþingi verið sett í þá stöðu að vera með málið opið á þinginu en um leið í einhvers konar samningaviðræðum við gagnaðilana um einstök efnisatriði. (REÁ: Hvað hefurðu fyrir þér í því?) Vildu menn það? Ég efast um það.

Ég held að þvert á móti hvíli einfaldlega sú skylda á herðum okkar þingmanna að reyna að búa eins vel um málið og kostur er. Hafa fyrir því skýr málefnaleg rök sem halda þannig að líkurnar séu meiri en minni á því að við getum útskýrt og rökstutt umgjörðina sem hér er lögð til grundvallar afgreiðslu málsins þannig að á það verði fallist. Það er mikið undir í þeim efnum, það er mikið í húfi. Takist það ekki (Forseti hringir.) er málið áfram óleyst.