Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 16:56:47 (4237)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:56]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni. Ég hef gagnrýnt þingið fyrir, áður en ég kom inn, að fólk væri að vinna örþreytt og hefði ekki skýra hugsun en í svona máli verður maður að hafa skýra hugsun. Það er alveg gríðarlega mikilvægt því smávægilegar breytingar á orðalagi geta skipt sköpum. Ég held að við ættum að taka höndum saman þegar við komum á haustþing og gera smáuppreisn til að þetta verði ekki svona áfram því það gengur ekki. (Gripið fram í: Gerum það núna.) Núna.