Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 17:04:19 (4244)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:04]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Mér hefur alltaf fundist þessi samningur hörmulegur og í sjálfu sér skánar hann ekki þó að fyrirvararnir séu settir. Það þarf hreinlega að byrja á þessum samningi upp á nýtt. Það er mín afstaða til samningsins, þetta er ónýtur samningur.

Ég ætla, áður en ég kem með einhverjar svakalegar yfirlýsingar, að bíða og sjá hvað gerist þegar málið fer aftur inn í nefnd og sjá hvort þeir fyrirvarar sem er verið að kalla eftir verði settir inn í samninginn sjálfan því að nú eru þetta einungis fyrirvarar.