Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 17:28:14 (4249)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:28]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað varðar fyrri spurninguna, varðandi gjaldfellingarákvæðið, er ljóst að ef lánið er gjaldfellt þurfum við ekki að borga nema 6% af hagvexti ársins. Efnahagslegu fyrirvararnir girða fyrir það.

Í öðru lagi er forsenda efnahagslegu fyrirvaranna 75% endurheimtur. Ef endurheimtur fara neðar, þ.e. ef aðrir aðilar fá meira í sinn hlut, verður einfaldlega eftir afgangur þannig að efnahagslegu fyrirvararnir ráða við það líka.