Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 17:38:23 (4257)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:38]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alltaf gaman að svara fyrrverandi nemendum sínum.

Hvað varðar útflutningstekjurnar, þá er eitt af því sem gert er í efnahagslegu fyrirvörunum að þetta er mælt í erlendum myntum. Það stillir nokkuð af en ekki alla áhættuna. Þetta eru því réttmætar áhyggjur, en ég hugsa fyrir mitt leyti að ef landsframleiðslan hækkar þetta mikið í erlendri mynt muni útflutningstekjurnar og endurfjármögnunarmöguleikar verða mun meiri.

Hvað varðar þær skemmdir sem urðu á eignasafni íslenska bankakerfisins og íslenskra fyrirtækja erlendis þegar hryðjuverkalögin voru sett á vil ég tvímælalaust mæta því af hörku og fá einhverjar bætur fyrir, svo það sé ótvírætt.