Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 17:39:38 (4258)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:39]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er feginn að heyra afstöðu hv. þingmanns hvað varðar hugsanlegar bætur og er spurning hvort nógu vel sé tekið á því í þeim breytingartillögum sem nú liggja fyrir.

Einnig væri áhugavert að heyra einhvers konar mat á því, skotið út í loftið, hvaða upphæðir gæti verið þar um að ræða. Nú skilst mér að áætlun á verðmæti eigna bara gamla Landsbankans hafi verið um 1.195 milljarðar kr., er reyndar komið niður í 1.100 núna, muni þarna þó ekki væri nema 20% þá eru það engu að síður gríðarlegar upphæðir og upphæðir sem skipta svo miklu máli í þessu samhengi að nánast má segja að Bretar hafi fyrirgert rétti sínum til að krefja Íslendinga um nokkurn skapaðan hlut.