Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 18:10:28 (4268)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[18:10]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta hangir allt saman. Í Icesave-samningnum er ákvæði um að til þess að hann verði virkur og taki gildi þarf ríkisábyrgðina þannig að þá þurfum við að stíga til baka með þetta. Hins vegar ef ríkisábyrgðin verður ekki veitt að fullu, við getum ekki staðið í skilum eða annað er þessi 6. gr., um ábyrgð og skaðleysi, alveg skýr. Þá er baktryggt að íslenska ríkið skuli greiða það sem upp á vantar og skaðabótakröfuna, sé ekki hægt að greiða það sem um var talað í upphafi. Þetta er alveg skýrt. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að benda á þetta því þetta er einn af mikilvægustu punktunum í því neikvæða ferli sem þessir samningar eru í.