Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 18:17:08 (4272)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[18:17]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú hef ég fengið tækifæri hér á milli til að eiga aðeins orðastað við formann Framsóknarflokksins því að hann var að sjálfsögðu fulltrúi okkar þarna. Það var eitt skilyrði, hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem Framsóknarflokkurinn setti fyrir því að verja þessa stjórn falli og það var að sú ríkisstjórn mundi ekki samþykkja Icesave-samninginn.

Formaður Framsóknarflokksins lét hafa það eftir sér í kosningabaráttunni að Framsóknarflokkurinn mundi ekki taka þátt í þeirri ríkisstjórn sem mundi samþykkja Icesave. Þess vegna er mjög skrýtið að standa hér í dag og ræða Icesave. Þetta voru forsendurnar. Að auki voru okkar frábæru efnahagstillögur sem mér skilst að fái nú jafnvel aukið vægi. Það voru fréttir í gær um að Vinstri grænir væru farnir að huga mjög alvarlega að þeirri tillögu, t.d. að fella niður flatt 20% af húsnæðisskuldum. Við komumst (Forseti hringir.) alltaf að þótt síðar verði.