Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 18:38:46 (4281)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[18:38]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni innlegg hennar og mig langar að spyrja hana tveggja spurninga.

Telur hún að sá samningur sem liggur fyrir uppfylli þær kröfur sem settar voru þann 5. desember 2008 og tóku mið og áttu að taka mið af hinni sérstöku og fordæmislausu stöðu sem upp var komin á Íslandi og þá frekar með ívilnandi hætti en íþyngjandi?

Í öðru lagi langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hún telji að verði þeir fyrirvarar sem settir eru við ríkisábyrgð, umbeðinni ríkisábyrgð, samþykktir verði skaðabótaábyrgð ríkisins virk samkvæmt c-lið 6. gr. samningsins við Holland og Bretland?