Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 18:40:27 (4283)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[18:40]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er ábyrgð og skaðleysi sem íslenska ríkið ákveður að fara að standa við. Ef c-liðurinn eða í raun allir liðirnir a, b og c — verði þeir fyrirvarar sem eru á umbeðinni ríkisábyrgð samþykktir þá spyr ég hvort hv. þingmaður telji að þá verði samhliða virk skaðabótakrafa á hendur íslenska ríkinu samkvæmt þessum greinum?