Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 18:41:03 (4284)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[18:41]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður spyr um skaðabótaákvæðið. Ég tel að ef við samþykkjum ríkisábyrgð sem við erum að gera og samningurinn hangir við, þá geri ég ráð fyrir að við stöndum við þennan samning og það leiði af sér að ekki komi til þessarar — þ.e. að virknin verði ekki sú á meðan við stöndum skil á því sem við erum að gera. Við erum auðvitað að leggja til að við stöndum við þær skuldbindingar. Við erum ekki að leggja til að við gerum það ekki og gera okkur hugsanlega skaðabótaskyld. Við erum að leggja til að við samþykkjum þennan samning, þ.e. þessa ríkisábyrgð sem samningurinn hangir við, og þar af leiðandi sé þessi skaðabótaskylda ekki virk.