Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 20:26:55 (4313)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[20:26]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Já, við ætlum að standa við okkar skuldbindingar, við erum öll sammála um að það er markmið okkar. Ef ég lána þér þúsund krónur og þú segist ætla að borga mér þær á ákveðnum tíma. Svo kemurðu til mín og segir: Ég ætla ekki að borga þessar þúsund krónur til baka vegna þess að það er hart í ári og ég þarf að borga annað á undan. Síðan líður tíminn og eftirstöðvarnar eru búnar að safnast saman en þá segirðu: Heyrðu, lánstímanum er bara lokið og ég lít svo á, af því að ég gerði fyrirvara við samkomulagið, að ég þurfi ekki að borga þér.

Mig vantar enn þá þúsundkallinn þannig að í mínum huga hefur ekki verið staðið við skuldbindingarnar. Hvernig getur þingmaðurinn ætlast til þess að Bretar og Hollendingar líti á þetta sem eitthvað annað en gagntilboð og nýjan samning?

Þingmaðurinn hafði það á orði að það væri svo sem ekkert verra (Forseti hringir.) ef þeir hafna skilyrðunum af því að þá yrði samið upp á nýtt. En hvað hefur þingmaðurinn fyrir sér í því að (Forseti hringir.) skilningur viðsemjendanna verði að það sé ekki um gagntilboð að ræða?