Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 23:18:03 (4359)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[23:18]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek eftir því að hv. þm. Vigdís Hauksdóttir er mikið í 2007-umræðunni og vill (Gripið fram í: Þú.) vera mjög nýmóðins í umræðunni vegna þess að hún talaði um að ég væri antikumræðumaður. Við verðum að læra af reynslunni og ef við lærum ekki af reynslunni í þessum efnum verður okkur ekki vel tekið af framtíðinni, að mínu viti. En spurning þín var ekki flókin, hún var þessi: (ÁJ: Hún talaði um …) — hv. þm. Árni Johnsen, ég tek alveg eftir þinni spurningu. (Forseti hringir.) Ég svara henni einfaldlega á þann veg að hún er vel mæt. (Gripið fram í.)