Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 21. ágúst 2009, kl. 10:28:38 (4385)


137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:28]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar á frumvarpi því sem hér um ræðir segir, með leyfi forseta:

„Ábyrgðin tekur til höfuðstóls lánanna eins og hvor um sig mun standa að sjö árum liðnum frá undirritun samninganna, 5. júní 2016, auk vaxta af lánsfjárhæðinni.“ (Gripið fram í.) Sem sagt, upphæðin eins og hún stendur þá, og þá upphæð ætlum við að borga. Sömuleiðis kemur fram í nefndaráliti meiri hlutans greiðsluáætlun um það hvernig við ætlum að borga þetta. Getur þetta verið eitthvað skýrara, virðulegi forseti?