Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 21. ágúst 2009, kl. 11:38:59 (4408)


137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[11:38]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir alveg ljómandi góða ræðu og við erum um margt sammála í þessu. Mig langar að spyrja hv. þingmann og biðja hann þá bara að huga að því ef hann telur ástæðu til að það verði grein 6.5 þar sem fallið er frá vörnum sem ég hef miklar áhyggjur af í ljósi þessara fyrirvara sem hér á að setja, hvort ekki þurfi að skerpa enn þá betur á annaðhvort þeirri grein eða breyta henni eða þá að gera fyrirvarana þannig að þeir vísi beint í hana eða taki á því sem þar er fjallað um.

Ég vil einnig fagna þeim orðum sem hv. þingmaður lét falla að það væri unnt að gera betur milli 2. og 3. umr. og ég vona svo sannarlega að fjárlaganefnd fari yfir þær athugasemdir sem hafa komið fram og þær tillögur og taki tillit til þess.