Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 21. ágúst 2009, kl. 12:17:57 (4424)


137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[12:17]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir gerði að umtalsefni og gagnrýndi harðlega þá stjórnvaldsákvörðun Breta að beita okkur, Ísland hryðjuverkalögum. Ég get tekið heils hugar undir þessa gagnrýni og deili skoðunum þingmannsins.

En ákvörðunin var kæranleg og í sjálfu sér er ekki snúið að kæra stjórnvaldsákvörðun. Ég spyr hv. þingmann: Af hverju kærði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar ekki þessa stjórnvaldsákvörðun á kærufresti? Hver er skýring hv. þingmanns á því?