Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 21. ágúst 2009, kl. 14:19:51 (4441)


137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[14:19]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég hef miklar áhyggjur af því að forustumenn ríkisstjórnarflokkanna virðast ekki alveg hafa það á hreinu hvort þeir séu á sömu skoðun varðandi túlkunina og talsmenn flokkanna í fjárlaganefnd. Þess vegna fór ég yfir það í ræðu minni að það verður að ræða um þetta atriði á milli umræðna um málið í þinginu. Að öðrum kosti, ef það er rétt að fyrirvararnir hafi litla sem enga þýðingu, eins og hv. varaformaður fjárlaganefndar fór yfir, sem reyndar, og best að taka það fram, a.m.k. tveir hv. þingmenn, samflokksmenn hans, hafa tekið skýrt fram að sé ekki skoðun þeirra í málinu, það er gríðarlega mikilvægt að fara vel yfir það og leggja álit á því fyrir þingið fyrir lokaafgreiðslu málsins í þinginu.

Varðandi seinni spurninguna um stjórnarskrá Íslands fyrir breskum dómstólum þá veit ég ekki til þess að það hafi reynt á hana þar enda er málið í rauninni tvíþætt, annars vegar hvað varðar samningana, sem eru þá einkaréttarlegs eðlis, (Forseti hringir.) og svo hins vegar varðandi ríkisábyrgðina sem við erum að fjalla um hér í dag.