Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 21. ágúst 2009, kl. 17:18:07 (4499)


137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:18]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Auðvitað getur meiri hluti tekið málið út úr nefnd en ég vil forðast að detta í þessi pólitísku hjólför. Ég hef verið í góðu sambandi við félaga hans í fjárlaganefnd í dag og ég hygg að þar sé sama skoðun uppi og hjá mér um að málið komi inn í nefndina og þar verði þessi mál rædd á sömu forsendum og málið var tekið út úr nefndinni.

Ég vil bara hrósa hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni enn og aftur fyrir það að hrósa hæstv. heilbrigðisráðherra.