Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 21. ágúst 2009, kl. 21:15:23 (4551)


137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[21:15]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég held að öllum hafi komið á óvart sem heyrðu orðaskipti áðan að verið væri að gera athugasemdir við orðaval ræðumanns. Ég vildi spyrja virðulegan forseta hvað það var nákvæmlega í orðavali hv. þingmanns sem gerði það að verkum að virðulegur forseti ákvað að gera athugasemdir. Það orðaval sem hv. þingmaður notaði er eitthvað sem við hlustum á á hverjum degi, oft á dag og búnir að hlusta þannig á að undanfarin ár og jafnvel áratugi ef menn eru áhugamenn um stjórnmál, ég tala ekki um ef menn eru þaulsætnir eins og sumir sem eru nýklipptir.

Virðulegi forseti. Ég held að það væri mikilvægt að forseti mundi upplýsa hvað var hér á ferðinni.