Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 21. ágúst 2009, kl. 22:39:11 (4574)


137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:39]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér var í rauninni verið að greiða atkvæði með ríkisábyrgðinni á Icesave-samningunum. Við höfum talið eðlilegast að það yrði skoðað í þaula hvort við gætum sett sterkari fyrirvara og við hörmum að þetta sé lendingin, að það eigi að samþykkja Icesave-fyrirvarana eftir alla þá miklu vinnu sem hefur verið unnin og allt það slæma sem hefur komið upp á yfirborðið með Icesave-samningana. Við munum samt sem áður vinna að því að styrkja þá fyrirvara sem liggja fyrir og vonandi verður vel tekið í tillögur okkar vegna þess að þær styrkja þessa ríkisábyrgð.