Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 21. ágúst 2009, kl. 22:46:59 (4579)


137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:46]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil beina því til fjárlaganefndar sem fær málið svona breytt til sín að taka þessa grein aftur til skoðunar vegna þess að ég tek undir með þeim sem hér mælti síðast, það er alveg á mörkunum að þetta atriði eigi heima inni í frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. Það væri nær að fjalla um þá efnisþætti sem hér er um að ræða í sérstakri þingsályktunartillögu eða einfaldlega að kalla fram yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að hún ætli að beita sér fyrir því sem þarna er verið að fjalla um. En það er alveg á mörkunum að þetta eigi heima í frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna.