Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 27. ágúst 2009, kl. 16:47:13 (4666)


137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:47]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef sú staða kæmi upp að Bretar og Hollendingar mundu gera þetta eða eitthvað annað sem þeim gæti dottið í hug erum við komin með allt aðra stöðu, það liggur alveg fyrir. Það er svo margt í þessu máli sem getur gerst og við höfum bara tök á ákveðnum hlutum, þingið hefur bara tök á þessu frumvarpi. Við höfum ekki tök á því hvernig ríkisstjórnin hélt á málinu. Ríkisstjórnin hélt þannig á málinu að hún gerði þinginu og þjóðinni mjög erfitt fyrir, það er bara staðreynd og þetta er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og við erum hér að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Eins og ég rakti hefur mér fundist ríkisstjórnin hafa getað haldið betur á málinu og gætt betur hagsmuna Íslendinga, t.d. útskýrt stöðu okkar, þessa gölluðu tilskipun o.s.frv.

Við þingmenn, þingið, (Forseti hringir.) getum bara nýtt þau tæki sem við höfum og ég tel að menn hafi gert það eins vel og hægt er.