Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 27. ágúst 2009, kl. 17:52:37 (4687)


137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:52]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég hlýddi með andakt á mál hv. þingmanns. Um leið og hún byrjaði að tala gerðist það reyndar að Norðmenn skoruðu 1:0 gegn Íslandi, en það er önnur saga.

Ég tók eftir því að hv. þingmaður mælti nokkur frýjunarorð til ríkisstjórnarinnar og sagði: Við skulum sjá hvað ríkisstjórnin gerir í hinum ýmsu málum sem hún tiltók þegar þetta mál er í höfn. Má ég álykta af þessum orðum hv. þingmanns að hún telji að þær breytingartillögur sem hér liggja fyrir og hv. þingmaður sagði að Framsóknarflokkurinn ætti frumburðarrétt að, að nokkrum þeirra a.m.k., má ég álykta sem svo að hún telji að þessar breytingartillögur rúmist innan ramma samningsins?