Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 28. ágúst 2009, kl. 10:05:33 (4700)


137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum hér að ljúka erfiðu máli sem hófst með því að ríkisstjórnin gerði samning sem allir vita að er algjörlega óásættanlegur fyrir landsmenn. Við sjálfstæðismenn áttum nokkra valkosti. Við tókum þann kost að gera það sem hægt var að gera, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu, til að bjarga því sem bjargað verður.

Á það hefur verið bent að ekki er venjan að stjórnarandstöðuflokkur hagi sér með þeim hætti. Alla jafna reynir stjórnarandstaðan að koma höggi á stjórnina en í þessu máli er enginn vafi í mínum huga að við vorum að gera þjóðinni gott með því að vinna eins og við gerðum, það var þjóðinni til heilla.