Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 28. ágúst 2009, kl. 10:13:38 (4706)


137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:13]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að vaxtagreiðslur miðist við gildistöku Icesave-samninganna 27. júlí 2009 í stað dagsetningarinnar 1. janúar 2009. Þarna er Íslendingum gert að greiða vexti umfram skyldu upp á 25 milljarða. Ég vil benda á að það rúmast vel innan samninganna. Það skiptir ekki máli þó að settir hafi verið efnahagslegir fyrirvarar vegna þess að við munum alltaf greiða ákveðna upphæð af auknum hagvexti sem mun verða hér á næstu árum.

Í þessu ákvæði (Forseti hringir.) er fólgin staðfesta, að við Íslendingar stöndum á eigin fótum og látum ekki traðka yfir okkur.