Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 28. ágúst 2009, kl. 10:15:00 (4707)


137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það mál sem við ræðum er um ríkisábyrgð og eingöngu um ríkisábyrgð. Alþingi er að veita ríkisábyrgð sem er reyndar hluti af skelfilegum samningi. Hér er verið að grípa inn í samninginn og ef menn ætla að gera það er fjöldi atriða, nánast öll atriði í samningnum, sem ég mundi vilja breyta. Ég er innilega á móti þessari breytingu þar sem verið er að grípa inn í samninginn. Ég vil halda mig við það að Alþingi sé að veita ríkisábyrgð og sem betur fer er Alþingi að veita ríkisábyrgð ef allar tillögur verða samþykktar með verulega miklum fyrirvörum. Ég segi nei.