Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 28. ágúst 2009, kl. 10:16:02 (4708)


137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:16]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Það er undarlegt þegar menn eru farnir að hafa áhyggjur af því að breytingartillögur grípi inn í samningana. Er það ekki einmitt það sem við erum að gera? Eru ekki allir að verða sammála? Að minnsta kosti er andstaðan í þessu máli til marks um að þetta eru fullkomlega ómögulegir samningar. Er það ekki áhyggjuefni ef breytingarnar hafa ekki áhrif á samningana? Þess vegna eigum við að samþykkja breytingartillögur sem eyðileggja þessa samninga. Til þess er leikurinn gerður. Ég segi já.