Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 28. ágúst 2009, kl. 10:17:13 (4709)


137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:17]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við í 2. minni hluta lögðum til að ríkisábyrgðin mundi stoppa 5. júní 2024. Þá væri þjóðin búin að greiða nóg. Hins vegar leggur meiri hlutinn til að það verði gert með fyrirvörum. Ríkisábyrgðin stoppar með fyrirvörum — og hvað þýðir það? Það þýðir að enn á ný er verið að blekkja almenning til að trúa því að ríkisábyrgðin eigi að falla niður á þessum tíma. Hún gerir það ekki vegna þess að í fyrirvörunum kemur sérstaklega fram að það á, eins og í öðrum ákvæðum, einfaldlega að ræða við Hollendinga og Breta. Það er það sem þessi breytingartillaga snýst raunverulega um.

Við framsóknarmenn greiðum ekki atkvæði með þessari breytingartillögu.