Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 28. ágúst 2009, kl. 10:29:56 (4718)


137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:29]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Hér er raunverulega verið að staðfesta skuldabréf. Þar af leiðandi hljótum við að vilja lágmarka áhættuna sem í því felst. Hvernig telja menn að brugðist verði við að þessu tímabili loknu verði ekki búið að greiða alla upphæðina sem augljóst er samkvæmt efnahagslegu fyrirvörunum að verður þá ekki að fullu greidd? Telja menn að Bretar og Hollendingar láti þá bara málið niður falla? Er ekki betra að hafa það skýrt frá upphafi svo óvissan sé ekki enn aukin sem leiðir af þessu gríðarlega stóra skuldabréfi, hafa það skýrt í upphafi að málinu verði lokið á þessum tímapunkti? Það er óskiljanlegt að menn skuli ekki vilja styðja þessa breytingartillögu en ég segi svo sannarlega já.