Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 28. ágúst 2009, kl. 10:43:28 (4726)


137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:43]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég nefndi áðan í ræðu að á margan hátt væri verið að blekkja almenning með þeim fyrirvörum sem meiri hlutinn er að flytja. Hér leggur Framsóknarflokkurinn til að til að fyrirbyggja greiðslufall ríkissjóðs falli ríkisábyrgðin niður ef hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins af vergri landsframleiðslu fer yfir 240%, hlutfall erlendra skulda opinberra aðila af skatttekjum fer yfir 250% o.s.frv.

Meiri hlutinn ákvað að setja þetta ákvæði inn í nefndarálitið. Af hverju var það gert? Jú, vegna þess að þá dregur verulega úr gildi þess. Ef raunverulegur vilji er að hafa svona ákvæði inni í fyrirvörunum ber þingmönnum að segja já við þessari tillögu okkar framsóknarmanna (Forseti hringir.) og ég vil benda á að það var meiri hluti á Alþingi fyrir því að þetta yrði haft svona. Ég segi já.