Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 28. ágúst 2009, kl. 10:51:23 (4731)


137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:51]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Í þessu eina stærsta máli Íslandssögunnar byggi ég ákvörðun mína í þessari atkvæðagreiðslu á þrem þáttum: Í fyrsta lagi tel ég að óvissa sé um hvort við eigum almennt að borga eða standa undir ríkisábyrgð samkvæmt tilskipuninni. Í öðru lagi, ef við samþykkjum greiðsluskylduna sem pólitíska lausn tel ég að alger óvissa sé um hversu mikið við eigum í raun og veru að greiða. Í þriðja lagi tel ég, þrátt fyrir mikla umræðu á þinginu, algera óvissu um hvort þessir fyrirvarar haldi og hvort þeir séu nógu góðir og því segi ég nei.