Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 28. ágúst 2009, kl. 10:57:45 (4736)


137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Samningarnir um Icesave-skuldbindingarnar eru veigamikill hluti af endurreisnarferli því sem nú er unnið að. Það markmið að afgreiða ríkisábyrgðina, sem gerir samningana gilda, í sem mestri sátt náðist í meðförum þingsins. Breytingartillögur þær sem hér hafa verið samþykktar eru afrakstur samvinnu allra stjórnmálaflokka með góðu innleggi fjölda gesta sem komu fyrir þær nefndir sem unnu með málið. Við teygðum okkur öll í átt að lausninni enda mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að slíkt mál fari ekki frá þinginu í ágreiningi eða ósætti. Ég segi já.